Verkefnin okkar
Sjáðu sýnishorn frá mismunandi verkefnum
Previous
Next


Þegar kemur að hinum margvíslegu verkefnum sem vegsögun tekur að sér, þá skiptir rétti búnaðurinn öllu máli. Þannig tryggjum við að áratuga reynsla skili sér á sem hagkvæmastan hátt fyrir viðskiptavini okkar.
Vegsögun sér um að saga vegi til að jafna þá út eftir malbikun, lagfæringar og réttingar á ljósastaurum ásamt fleiru. Við tökum eins að okkur verkefni sem snúa að almennri vegavinnu og getum gert tilboð fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Áreiðanleiki og fagmennska eru tvö af okkar helstu kjörorðum. Við höfum alla tíð lagt upp úr því að eiga opin samskipti við viðskiptavini okkar þannig að væntingar og vinnubrögð haldist í hendur við verðlag.
Þegar þú hefur samband við okkur, þá byrjum við á því að meta verkefnið. Fulltrúi hefur samband við þig fyrir nánari upplýsingar og í framhaldinu færð þú tilboð út frá gefnum upplýsingum. Þegar tilboð er samþykkt, þá finnum við tíma sem hentar báðum aðilum til að leysa verkefnið.
Við erum alltaf með opin augun fyrir réttu starfsfólki eða samstarfsaðilum til að vinna með. Ef þú hefur þekkingu og reynslu sem þú telur að gæti nýst okkar starfsemi eða sérð tækifæri þar sem við gætum unnið saman, þá viljum við heyra frá þér.
Vegsögun © 2023 – Allur réttur áskilinn